Upplýsingar

Spurt & svarað

Hvað tekur langan tíma að láta merkja?

Yfirleitt 3-5 virka daga. Oft er hægt að fá vöru afgreidda innan 36 klukkustunda gegn flýtigjaldi. Hringið í okkur ef flýtiafgreiðslu er þörf.

ATHUGIÐ að afgreiðslutími lengist í kringum álagstíma eins og jól.

Ísaumur tekur yfirleitt viku. Gerið ráð fyrir viku lengur ef þarf að sporsetja lógó fyrst.

Hvað er lágmarksfjöldi?

Eitt stykki er yfirleitt lágmark. Undantekningar eru þó fyrir hendi t.d. á barmmerkjum og hönnunarborðum.

Fæ ég annað verð í mikinn fjölda?

Á sumum vörum reiknast magnafsláttur í körfu.
Ef þú vilt fá sér tilboð hafðu þá samband við okkur.

Hvað kostar að merkja?

Það fer eftir stærð merkingar, fjölda, hvort þú kaupir vöruna hjá okkur. Stundum líka lit á vörunni sjálfri. T.d. er ódýrara að merkja hvítan bol en litaðan.

Þú getur séð verð á okkar vörum þegar þú setur hana upp á vefnum okkar. Ef þú ætlar hinsvegar að koma með vöru skaltu hafa samband við okkur.

Grafið þið í glös?

Já. Athugið þetta er lasergrafið og kemur einungis í hvítu, eins og sandblásin áferð.

Athugið að merking kemur oft betur út á gleri en á kristal.

Glervörur verða að vera í stærð sem kemst í leiservélina okkar, ekki mjög kúptar, skreyttar eða flúraðar.

Saumið þið?

Við getum saumað nöfn og lógó í handklæði og fatnað ofl. Við styttum ekki fatnað eða álíka.

Við erum með 15 lita saumavél og getum sporsett merki/logo gegn gjaldi fyrir saumavélina. Sporsetningargjaldið þarf einungis að greiða einu sinni. Eftir það er hægt að láta sauma merkið í fatnað sem komið er með eða keyptur hjá okkur og fer þá verð eftir sporafjölda/stærð merkis.

Í þessum sporsetningarkostnaði felst tölvuvinnsla fyrir saumavélina og prufusaumur á merkinu sem viðskiptavinurinn samþykkir áður en merkið er saumað endanlega í fatnaðinn. Sporsetning tekur oft uþb. viku.

Skráin fyrir saumavélina er í okkar eigu. Hægt er að fá merkið keypt til frjálsar ráðstöfunar þar sem merkið er í DST-skrá sem er skrá sem að mjög mörg bróderingsforrit skilja.

Merkið þið hluti sem ég kem með?

Oft gerum við það. Við tökum hinsvegar ekki ábyrgðina á endingu merkingar eða útkomu því við vitum lítið um utanaðkomandi vörur.

Við tökum oft utanaðkomandi fatnað í merkingu, prent og ísaum. Þar má nefna úlpur, jakka, íþróttaföt, sloppa og nýjar boxernærbuxur.

Glös merkjum við oft. Glervörur verða að vera í stærð sem kemst í leiservélina okkar, ekki mjög kúptar, skreyttar eða flúraðar.

Þegar við tökum við vörum bætist við vægt gjald fyrir uppsetningu.

Athugið ‘Merkið þið allt?’ fyrir meiri upplýsingar.

Merkið þið ALLT?

Við merkjum mjög margt, en ekki allt. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að á síðunni skaltu senda okkur línu!

Hlutir sem við merkjum t.d. ekki eru utanaðkomandi málmar, leður, plastpennar, golfkúlur, utanaðkomandi bollar, pappír og usb lyklar.

Í hvaða upplausn þurfa ljósmyndir að vera?

Myndir sem eru prentaðar ættu að vera í góðri upplausn, við mælum með 300 punkta prentupplausn.

Myndir sem notaðar eru fyrir skjái og vefsíður eru oft í 72 punkta upplausn sem þýðir að þær gætu orðið óskýrar þegar þær eru stækkaðar upp til að prenta þær.

Hönnunartólið sem við notum á síðunni leyfir þér ekki að setja mjög litlar myndir inn, því þær eru líklegar til að koma illa út í prenti.

Þú getur prófað að setja myndina inn í Word og prentað sjálf/-ur til að sjá hvernig hún kemur út.

Í hvernig formati viljið þið fá merkinguna?

Skrár sem þú getur hlaðið upp á síðuna eru einungis .jpg og .png.

Ef þú vilt heldur senda eða koma með skrár er gott fyrir okkur að fá myndir sem .jpg, .png, .psd, .pdf, eða sambærilegt.

Lógó fyrir prent eða leiseráletrun er gott að fá í .pdf eða .ai. Munið að outline-a texta því það er ekki gefið að við séum með fontinn sem þú notar.

Lógó fyrir saum er nóg að hafa í .jpg, .pdf. eða .dst saumaskrá.

Hvernig kem ég myndum til ykkar?

Ef þú notar hönnunartólið hér á vefnum koma myndirnar til okkar á tölvupósti.  Ef þú ætlar að koma í búðina til okkar getur þú sent myndina á netfangið sala@alltmerkilegt.is, komið með hana á diski eða usb-lykli.  Ef þú átt hana bara á pappír (t.d. gamlar myndir) þá kemur þú bara með hana með þér.

Prentið þið texta og ljósmyndir á flíkur?

Já. Við notum ýmsar prent aðferðir á flíkur. Til þess pressum við flíkina við ákveðinn hita og þrýsting.

“Transfer” tækni þolir þvott allt að 40’C.  Það er líka hægt að eyðileggja myndina strax í fyrsta þvotti, bæði með of háum hita og sterkum þvottaefnum.  Með réttri þvottameðhöndlun er hægt láta myndina endast lengi. Forðist að setja merkta flík í þurrkara.

Ég vil bakgrunninn á myndinni burt

Hægt er að nota 32bita .png með alpha channel til að bakgrunnur sjáist ekki (en munið að vera búin að eyða út bakgrunninum í t.d. Photoshop).

Hvernig endist prentun á flíkum?

Það er hægt að eyðileggja myndina strax í fyrsta þvotti, bæði með of háum hita og sterkum þvottaefnum.  Með réttri þvottameðhöndlun er hægt láta myndina endast lengi. Forðist að setja merkta flík í þurrkara.

Athugið! Við tökum ekki ábyrgð á endingu merkingar eða útkomu því við vitum lítið um utanaðkomandi vörur.

Prentið þið á pappír?

Við erum með pappapúsl til sölu.

Við sérhæfum okkur ekki í að prenta á annan pappír, dagatöl, nafnspjöld eða slíkt.

Eru litirnir á vörunum réttir?

Við reynum okkar besta að hafa litina á vörunum sem réttasta, við förum eftir CMYK og Pantone á þeim vörum sem við höfum getað nálgast þær upplýsingar.

Hinsvegar eru skjáir og tæki svo misjöfn og litastillingarnar ekki eins hjá öllum. Við getum því ekki lofað því að litur sem þú sérð á þínum skjá sé hinn sami og í raunveruleikanum.