Lýsing
Stikker
Stikker eru fyrir þá sem vilja meira en venjulegan límmiða.
Þetta er hágæða UV límmiði sem við notum til að merkja flestalla harða fleti, heldur sér einstaklega vel og hentar bæði inni og úti.
Límmiðarnir eru prentaðir með UV tækni sem skilar skærum litum og fallegri áferð, og eru hannaðir til að endast þar sem þeim er komið fyrir. Þeir henta sérstaklega vel á slétt yfirborð eins og plast, málm, gler og málaða fleti.
Ath: Við mælum með því að setja álímda hluti í uppþvottavél.
Hvort sem um er að ræða lógó, texta eða sérhannaða grafík þá færðu stikker sem lítur út eins og gæðavara.
Af hverju stikker frá Merkt?
Mjög sterkt efni sem heldur festu vel.
Litir sem dofna ekki.
Vatnsheldir og veðurþolnir.
Falleg, hrein áferð.
Einfalt í notkun og uppsetningu
Henta jafnt fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Gott að vita
Þessir límmiðar eru UV DTF límmiðar í hæsta gæðaflokki. Eins og allar yfirborðsmerkingar geta þeir slitnað með tímanum eftir notkun og aðstæðum.
Einfalt í notkun.
Hreinsaðu yfirborðið á þeim flöt sem á að merkja.
Losaðu yfirfilmuna frá, gott að losa upp frá horni, ef fast er þá nota oddhvassan hlut eins og nælu til að losa.
Settu límmiðann á flötinn, passaðu að setja jafnt á svo ekki myndist loftbólur.
Þrýstu vel niður með puttum, strjúktu vel yfir til að festa vel.
Fjarlægðu síðan yfirfilmuna hægt af.
*Við mælum ekki með að setja í uppþvottavél.




