Síður

Nafnamerking

kr. 5.790

Ath þetta er ekki það sama og fatastraumiðar. Hér er einungis stafirnir sjálfir skornir út sem straujast svo beint á fatnað/efni.

Stærð ca 1-1,5 cm á hæð, lengd fer eftir nafni og font. 10 stykki af sama nafninu, þú færð þetta sent heim og straujar sjálfur, sjá leiðbeiningar hér neðar á síðunni.

Veljið milli bómullar (fyrir bómullar efni og bómullar+pólýesterblöndu) og nylons.

Vörunúmer: 1085 Flokkar: ,
Deila hönnun!

Einstök URL-slóð til að deila verður gerð fyrir þig...

Lýsing

Leiðbeiningar:

Athugaðu alltaf hvaða efni þú ert með í höndunum og forðastu pressuför með því að vera með straujárnið aðeins á hreyfingu.

1. Stilltu straujárnið á 2 punkta (150°C) og ekki á gufu.
2. Hafðu flötinn sem nafnið á að fara á alveg sléttan og straujaðan.
3. Leggðu bökunarpappír ofan á merkinguna og haltu straujárninu í 10-15 sek. Best er að straujárnið þeki allt nafnið í einu.

Ath. Þvoið fatnaðinn með mildu þvottaefni (Ariel Ultra virðist hafa ætandi áhrif á merkingar)

Ath. að Merkt ehf tekur ekki ábyrgð á endingu merkingar á fatnað sem við seljum ekki sjálf, eða hvort fatnaðurinn breytist við merkinguna.

Nánari upplýsingar
Fyrir hvaða efni?

Bómull / Bómull og pólyesterblanda, Nylon